17.8.2008 | 10:00
Skortur á tungumálakunnáttu
Lenti í því að einkabílinn fór í mótmælaaðgerðir og ákvað þá að nýta mér strætó en vitir menn þegar ég kom í strætisvaginn og ætlaði að spyrjast fyrir um hvaða vagn ég ætti að taka til að komast úr Grafarholtinu til Hamraborgar þá skildi vagnstjórinn hvorki Íslensku né ensku .
Nú voru góð ráð dýr ég hefði gleymt mikilvægasta hlut farþega strætó bs í dag ég var ekki með pólska orðabók með mér . Í algjöri óvissu ákvað ég að taka áhættuna og fara með vagninum á næstu skiptistöð í þeirri von að hitta á annað hvort íslenskumælandi vagnstjóra eða ensku skiljandi mann .
Eftir skemmtilegan rúnt um grafarholtið og hluta af ábæjarhverfi komum við að hinni mjög svo vel staðsettu skiptistöð við vesturlandsveg og reyndi ég að hafa samskipti við vagnstjórann aftur hafði ég nýtt timan og skrifað Hamraborg á blað eitthvað virtist vagnstjórinn kannast við þetta orð og benti mér á vagn sem stóð fyrir neðan skiptistöðina . nánar til tekið á breiðhöfðanum þangar hljóp ég og rétt náð vagninum en hvað haldið þið mér til furðru skildi sá vagnstjóri ekki heldur ensku né íslensku . En hann skildi hamraborg og gaf mér merki um að koma inn og fá mér sæti .
Eftir mjög svo skemmtilega útsýnisferð um reykjavík og hluta af Kópavog komst ég í Hamraborg en þá VAR BÚIÐ AÐ LOKA BANKANUM þetta ferðalag tók ekki nema um það bil einn klukkutíma og 45 mín .
Hefði einkabilin verið í lagi hefð ég komist þessa leið á 15-20 mín allt eftir umferð þessi reynsla hefur alls ekki hvatt mig til að nota strætó reyndar finnst mér það lámarkskrafa að geta fengið leiðbeiningar hjá vagnstjórum um hvaða leið maður eigi að taka án þess að þurfa fyrst að fara á pólskunámskeið
Nýjustu færslur
- 27.3.2012 Til hamingju
- 27.3.2012 bus.is
- 9.1.2012 Vakna Jón þú ferð með rangt mál
- 20.8.2011 Fer ekki að koma að þvi að starfsfólk læri af mistökum
- 17.11.2010 legg til að fólk hætti að versla við olis og n1
- 21.10.2010 hvar er afl ykkar
- 21.10.2010 Landsbankinn er ekki að vinna fyrir almenning
- 21.10.2010 Atvinnuleysisbætur í 4 ár
- 20.10.2010 það er mjög skrýtinn stemming í landinu
- 19.10.2010 Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tenglar
Mínir tenglar
- Geirinn.is Trukkasiða
- trukkar.is trukkasiða
- vinnuvelar og trukkar tæki og tól
- Verktaki Góð vinnubrögð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað sem því líður, þá borða Íslendingar SS pylsur
Kjartan Pálmarsson, 17.8.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.