Lokarkveðja

 

Þau voru þung sporin sem fjölskyldan þurfti að taka daginn sem þú kvaddir þennan heim. Þau voru orðnar ófá skiptin sem þú þurftir að dvelja á spítala vegna veikinda þinna. Þú komst þó alltaf aftur heim, okkur og þér til ánægju. Þegar við heimsóttum þig síðasta daginn þinn á spítala varstu hress og bjartsýnn, þér leið vel. Stuttu seinna varstu kominn á gjörgæslu og atburðarásin var hröð því að því er virtist nokkrum andartökum seinna hafðir þú kvatt okkur.

 

Nú þegar dag var tekið að lengja er mér minnisstæð öll þau skipti sem þú talaðir um veiðiferðirnar sem við ætluðum saman í; ferðina vestur og Danmerkurferðina sem við ætluðum að fara í til að fagna sjötugsafmæli þínu. Það verður ekkert úr þeim ferðum en ég trúi því að þú munir fara, þó við komumst ekki með.

 

Kæri pabbi, nú ert kominn á betri stað og laus við verki. Megi Guð geyma þig og vernda og veita mömmu og bræðrum mínum styrk.

 

Jón Rúnar Ipsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Rúnar Ipsen
Jón Rúnar Ipsen
Ég er Atvinnulaus og sé enga breytingu á því framundan þökk sé stjórnvöldum 
Leita í fréttum mbl.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 491

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband